Fréttir | 13. sep. 2018

Síðari dagur á Fljótsdalshéraði

Forseti og forsetafrú halda áfram heimsókn sinni til Fljótsdalshéraðs. Haldið var í Menntaskólann á Egilsstöðum og flutti forseti þar ávarp á sal og ræddi við nemendur, meðal annars um gildi forvarna. Næsti viðkomustaður var innréttingasmiðjan Brúnás þar sem sagt var frá starfseminni. Þá var haldið í hjúkrunarheimilið Dyngju þar sem forsetahjónin ræddu við aldraða íbúa og starfsmenn. Í hádeginu heimsóttu hjónin Egilsstaðaskóla og snæddu hádegisverð með nemendum; svo var farið í gamla Sláturhúsið til að kynnast því menningarstarfi sem þar fer fram. Að því loknu var starfsemi Móður jarðar skoðuð í Vallanesi, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað heimsóttur og Skógrækt ríkisins þar skammt frá. Þá var farið í Óbyggðasetrið í Fljótsdalshreppi og að lokum rætt við íbúa sem safnast höfðu saman á Skriðuklaustri.

Myndir úr heimsókn forseta og forsetafrúar til Fljótsdalshéraðs og grannbyggða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar