Fréttir | 21. sep. 2018

Alzheimersamtökin

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Alzheimersamtakanna. Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er í dag og er honum ætlað að vekja athygli á nauðsyn þess að leita lækninga og lyfja við heilabilun og mikilvægi þess að þeir sem greinast með heilabilun og aðstandendur þeirra fái tilhlýðilega aðstoð í samfélaginu og velferðarkerfinu. Eliza Reid forsetafrú er verndari Alzheimersamtakanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar