Fréttir | 01. okt. 2018

Flensborgardagurinn

Forseti heimsækir Flensborgarskóla í Hafnarfirði og tekur þátt í umræðum um jafnréttismál. Flensborgardagurinn er í dag en til hans er boðað á afmæli skólans sem var fyrst settur 1. október 1882. Á þessum degi beina nemendur og starfsfólk skólans sjónum að góðgerðar- og framfaramálum enda tekur Flensborgarskóli þátt í verkefninu um heilsueflandi framhaldsskóla. Í dag hlutu samtökin Hugrún sem stuðla að auknu geðheilbrigði styrk, dágóða fjárhæð sem safnaðist í Flensborgarhlaupinu og jafnréttisnefnd nemenda við skólann skipulagði dagskrá um jafnréttismál.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar