Fréttir | 02. okt. 2018

Alþjóðasamtök lækna

Forseti tekur á móti Yoshitake Yokokura, forseta Alþjóðasamtaka lækna (World Medical Association, WMA). Aðalfundur samtakanna verður haldinn í Reykjavík síðar í vikunni. Læknafélag Íslands var meðal stofnenda þeirra árið 1947. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, og Jón Snædal, forseti WMA 2007‒2008, sátu einnig fundinn. Á honum var meðal annars rætt um áskoranir á sviði heilbrigðismála á þessari öld, leiðir til að auka lýðheilsu og nauðsyn forvarna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar