Fréttir | 04. okt. 2018

Íslenska er stórmál

Forseti flytur opnunarávarp á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands, undir þemanu „Íslenska er stórmál“. Í máli sínu lagði forseti áherslu á að íslenska væri öflugt og lifandi tungumál en mæta þyrfti ýmsum áskorunum samtímans af djörfung og dug. Um leið þyrfti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust hingað til lands og vildu leggja sitt af mörkum í samfélaginu en kynnu auðvitað ekki íslensku reiprennandi. Ræðu forseta og aðra hluta þingsins má horfa á hér (ræða forseta hefst þegar 19 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar af upptökunni).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar