Fréttir | 16. okt. 2018

Rauði krossinn

Forseti á fund með Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins. Síðustu daga hefur Daccord hitt embættis- og ráðamenn hér á landi og flutti jafnframt fyrirlestur í Háskóla Íslands um baráttuna gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Á fundi með forseta lagði Daccord áherslu á þá möguleika sem fámennt og friðsamt ríki eins og Ísland hefði til að láta gott af sér leiða í heiminum. Þá var rætt um ástand mála í Nígeríu og þau válegu tíðindi að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hefðu tekið af lífi ljósmóðurina Hauwa Liman sem sinnti störfum sínum og mannúðarmálum undir merkjum Rauða krossins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar