Fréttir | 18. okt. 2018

Singapúr

Forseti á fund með Sam Tan, ráðuneytisstjóra og sérlegum erindreka Singapúrs í málefnum norðurslóða. Á fundinum var rætt um vaxandi mengun og súrnun úthafa, viðvaranir á vettvangi loftslagsmála og um framtíð siglinga um norðurslóðir og áhrif þeirra á heimsverslun. Singapúr hefur tekið virkan þátt í umræðum um þróun málefna norðurslóða undanfarin ár, m.a. á vettvangi Hringborðs norðurslóða. Þá var rætt um þá gagnkvæmu lærdóma sem Íslendingar og Singapúrar gætu dregið á sviði orkubúskapar, menntamála og forvarna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar