Fréttir | 19. okt. 2018

Samskipti Íslendinga og Rússa

Forseti á fund með Sergey Kislyak, öldungardeildarþingmanni í Rússlandi og fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Rætt var um málefni norðurslóða og nauðsyn þess að viðhalda góðri og opinni samvinnu allra þeirra þjóða sem svæðið byggja, ekki síst á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þá var rætt um samskipti Íslands og Rússlands, sögu þeirra og stöðu nú. Fundinn sat einnig Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar