Fréttir | 07. nóv. 2018

Öryggi ferðamanna

Forseti á fund með Michael Nevin, sendiherra Bretlands, um öryggi erlendra ferðamanna á Íslandi. Breska sendiráðið hefur m.a. látið búa til glasamottur með þeim skilaboðum að vera á varðbergi í íslenskri náttúru, fara eftir viðvörunarorðum á vinsælum ferðamannastöðum og fylgjast með veðurspá og öðrum mikilvægum upplýsingum. Forseti fékk að gjöf nokkrar þessara motta í fallegum ramma.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar