Fréttir | 10. nóv. 2018

Kvöldverður í Musée d´Orsay

Forseti Frakklands Emmanuel Macron býður forseta Íslands og öðrum þjóðarleiðtogum, sem sækja minningarathöfn í tilefni aldarafmælis loka fyrri heimsstyrjaldar og friðarþing í París, til hátíðarkvöldverðar í listasafninu Musée d'Orsay í París. Við það tækifæri ræddi forseti m.a. við forseta Eystrasaltsríkjanna, forsætisráðherra Japans, forstjóra Alþjóðabankans og ýmsa aðra forystumenn, karla og konur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar