Fréttir | 11. nóv. 2018

Bókargjöf

Forseti afhendir friðarsafninu í París íslenska bók að gjöf. Fyrir valinu varð skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur í franskri þýðingu. Auður Ava hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þetta verk. Í stuttu ávarpi við afhendingu gjafarinnar rakti forseti þann boðskap bókarinnar um ábyrgð sem má meðal annars finna í þessari setningu í henni: „Sá sem veit og gerir ekki neitt er hinn seki.“ Forseti fór einnig með upphaf kvæðis Sigurðar Pálssonar, „Raddir í loftinu“, í lauslegri enskri þýðingu. Á íslensku hefst kvæðið svo:

Hvað sem hver segir
byggir friður á réttlæti

Hvað sem hver segir
er fegurðin ekki skraut
heldur kjarni lífsins

Já gefðu mér rödd
gefðu mér spámannsrödd
til að bera fegurðinni vitni

Gefðu mér rödd
til að bera réttlætinu vitni

Sjá má upptöku af ávarpi forseta (á YouTube) hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar