Fréttir | 11. nóv. 2018

Forseti Króatíu

Forseti á fund með Kolinda Grabar-Kitarović, forseta Króatíu, sem einnig tekur þátt í Friðarþinginu í París. Á fundinum var m.a. rætt um sameiginlegar áskoranir ríkjanna á vettvangi loftslagsmála, þróun Evrópusambandsins í ljósi útgöngu Bretlands, ógnir sem steðja að lýðræðissamfélögum í Evrópu og samskipti ríkjanna tveggja. Forseti Króatíu ítrekaði þakkir þjóðar sinnar til Íslendinga fyrir viðbrögð þeirra við sjálfstæðisyfirlýsingu landsins á sínum tima og bauð forseta Íslands að heimsækja Króatíu við fyrsta tækifæri.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar