Fréttir | 11. nóv. 2018

Minningarathöfn við Sigurbogann

Forseti tekur þátt í minningarathöfn við Sigurbogann í París sem haldin er til að minnast þess að öld er liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk formlega kl. 11 að morgni 11. nóvember. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, flutti ávarp, kínverski sellóleikarinn Yo-Yo Ma flutti svítu eftir Johann Sebastian Bach og Sinfóníuhljómsveit ungmenna í Evrópusambandinu lék Boléro eftir Maurice Ravel. Viðstaddir athöfnina voru tæplega hundrað þjóðarleiðtogar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar