Fréttir | 18. nóv. 2018

Þjóðbókasafn og hátíðartónleikar

Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum Letta í tilefni af hundrað ára afmæli lýðveldis þeirra. Dagskráin hófst með því forseti lagði blómvönd að friðarminnismerkinu í Riga ásamt forsetum Lettlands, Eistlands og Finnlands.

Næst var farið með gestina að árbökkum Daugava þar sem efnt var til hersýningar og tóku þátt í henni, auk herliðs heimamanna, fulltrúar Natóríkja, slökkvilið, lögregla og fleiri.

Næst bauð Lettlandsforseti hinum gestkomandi þjóðhöfðingjum til hádegisverðar en að því loknu var þeim boðið til tónleika í Þjóðleikhúsinu sem helgaðir voru aldarafmæli Lettlands.

Dagskrá forseta lauk með heimsókn í Þjóðbókasafn landsins þar sem hann afhenti táknræna vináttugjöf, Íslendingasögur í enskri þýðingu, og flutti ávarp við það tækifæri og bar Lettum kveðju Íslendinga í sjónvarpsviðtali.

Sérstaka myndasyrpu frá heimsókninni má sjá hér. Myndskeið frá heimsókn forseta í lettneska þingið er hér (á YouTube).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar