Fréttir | 30. nóv. 2018

Íþróttir og fullveldi

Forseti flytur ávarp í fullveldishófi íslenskra Ólympíufara. Í ávarpi sínu minnti forseti á gildi íþrótta fyrir heilbrigða sjálfsmynd þjóðar, mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs í uppeldisstarfi svo og nauðsyn þess að tekið sé á öllum mögulegum ókostum og ódygðum sem því geta fylgt. Þá árnaði forseti heilla því íþróttafólki sem sat boðið, flutti þeim íþróttahetjum líka góðar kveðjur, sem ekki gátu setið það, og minntist hinna sem ekki eru lengur á meðal vor. Samtök íslenskra Ólympíufara buðu til hófsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar