Fréttir | 27. des. 2018

Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Forseti tekur á móti Jóni Kristni Cortez og Ólafi Vigni Albertssyni. Þeir færðu embætti forseta að gjöf hefti með sönglögum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Jón Kristinn stóð að útgáfu sönglagasafnsins sem kom út 1. desember í fyrra og Ólafur Vignir hefur verið honum til halds og trausts í því starfi og öðrum á sama sviði. Þekktastur er Sveinbjörn án efa í huga Íslendinga fyrir Lofsöng sinn, lag við sálm Matthíasar Jochumssonar, Ó, Guð vors lands. Lagið og sálmurinn voru samin í tilefni konungskomunnar 1874 þegar Kristján IX hélt til Íslands, fyrstur Danakonunga, í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Um síðir varð söngurinn svo þjóðsöngur Íslendinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar