Fréttir | 17. mars 2018

Skrúfudagurinn

Forseti mætir á Skrúfudaginn, kynningardag nemenda og starfsliðs Vélskóla Íslands. Forseti kynnti sér hinar ýmsu námsleiðir ásamt fjölda gesta sem komu við í húsakynnum skólans, Sjómannaskólanum í Reykjavík. Forseti fékk meðal annars að setjast í flughermi og siglingahermi og kynntist öðrum kennslutækjum frá fyrstu hendi. Á Skrúfudeginum er vakin athygli á hagnýtu gildi vélstjóranáms, fjölbreyttu námi og skemmtilegu. Um leið beinist kastljós að kostum iðn- og tæknináms og gildi þess fyrir sérhvert samfélag að eiga öfluga og vel menntaða iðnaðarmenn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar