• Ljósmynd: Guðmundur A. Guðmundsson
  • Ljósmynd: Guðmundur A. Guðmundsson
Fréttir | 13. júní 2018

Margæsahreiður

Sunnudaginn 10. júní fann fuglamerkingamaðurinn Ólafur Á. Torfason margæsahreiður á Bessastaðanesi. Margæsin er farfugl sem kemur frá Írlandi að ströndum Faxaflóa og sunnanverðs Breiðafjarðar að vori. Margæsirnar safna hér matarforða og fljúga svo áfram í maíbyrjun til varpstöðva á heimskautaslóðum í Kanada. Nú hefur hins vegar fengist staðfest varp margæsar á Íslandi í fyrsta sinn og eru það mikil tíðindi. Þess má vænta að ungar skríði úr hreiðri snemma júlímánaðar. Margæs er alfriðuð hér á landi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar