Fréttir | 28. júní 2018

Hafréttur

Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu um stöðu og þróun hafréttar, „New Knowledge and Changing Circumstances in the Law of the Sea.“ Hafréttarstofnun Íslands og Korea Maritime Institute (KMI) standa að ráðstefnunni. Í máli sínu rakti forseti lauslega baráttuna fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar, þorskastríðin þrjú og margslungnar ástæður þess að Íslendingar höfðu betur í þeim rimmum. Hafréttarstofnun Íslands gaf einmitt út bók forseta á sínum tíma, Þorskastríðin þrjú.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar