• Ljósm: Óskar P. Friðriksson
  • Ljósm: Óskar P. Friðriksson
  • Ljósm: Óskar P. Friðriksson
Fréttir | 01. sep. 2018

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Forseti flytur hátíðarræðu á afmælisfagnaði Björgunarfélags Vestmannaeyja. Félagið var stofnað árið 1918. Ári seinna festi það kaup á björgunarskipinu Þór sem ríkissjóður keypti síðar og má þannig rekja stofnun Landhelgisgæslu Íslands árið 1926 til þessa frumkvæðis og atorku Eyjamanna. Í máli sínu þakkaði forseti björgunarfélagsfólki fyrir þeirra fórnfúsa framlag og minnti jafnframt á að 1. september væri merkur dagur í landhelgis- og sjálfstæðissögu okkar Íslendinga; þann dag árið 1958 var fiskveiðilögsagan færð út í 12 sjómílur og árið 1972 í 50 mílur. Ræða forseta.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar