Fréttir | 29. jan. 2019

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðirita og rita almenns efnis fengu Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg  og Þóra Ellen Þórhallsdóttir verðlaunin fyrir bókina Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar. Þá var Sigrún Eldjárn sæmd verðlaunum í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Silfurlykillinn. En í flokki fagurbókmennta var það Hallgrímur Helgason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Sextíu kíló af sólskini. Hér má lesa ávarp sem forseti flutti við þetta tækifæri.

Útsending RÚV frá athöfninni á Bessastöðum.

Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta um viðburðinn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar