Fréttir | 05. feb. 2019

Sendiherra Perús

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Perús, Jose Luis Salinas Montes, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Meðal annars var rætt um langa reynslu Perúmanna af straumi ferðamanna til vinsælla en viðkvæmra áfangastaða og hvað Íslendingar gætu lært af þeim í þeim efnum. Þá nefndi forseti forystu Perús og annarra ríkja í Suður- og Mið-Ameríku í hafréttarmálum, og hvernig Íslendingar hefðu siglt í kjölfarið og notið góðs af þeirri baráttu við útfærslu eigin lögsögu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar