Fréttir | 06. feb. 2019

Nýsköpunarverðlaun

Forseti afhenti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Að þessu sinni hlutu verðlaunin þau Eysteinn Gunnlaugsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Kungliga Tekniska högskolan í Svíþjóð, Hanna Ragnarsdóttir, nemi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, Heiðar Már Þráinsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, og Róbert Ingi Huldarsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Sigurverkefni þeirra heitir "Þróun á algrími til að finna örvökur í sofandi einstaklingum með því að skoða önnur lífmerki en heilarit og sannprófun á aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagnasafni." Leiðbeinendur þeirra voru Halla Helgadóttir og Jón Skírnir Ágústsson, yfirmenn á rannsóknarsviði Nox Medical.

Upplýsingar um þau fimm verkefni, sem voru tilnefnd til verðlaunanna, má sjá hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar