Fréttir | 14. feb. 2019

Menntadagur atvinnulífsins

Forseti flytur ávarp á Menntadegi atvinnulífsins. Þessi árlegi viðburður var nú haldinn í sjötta sinn og í þetta skipti var sjónum einkum beint að læsi í víðum skilningi. Meðal annars flutti Hermundur Sigmundsson, prófessor í Þrándheimi, erindi um læsi og lesskilning barna og ungmenna. Þá afhenti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Menntaverðlaun atvinnulífsins og féllu þau í hlut Friðheima og Hölds.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar