Fréttir | 27. feb. 2019

Sendiherra Slóveníu

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Slóveníu, Edvin Skrt, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Slóveníu að fornu og nýju. Vakti sendiherra sérstaklega máls á þeim hlýhug sem Íslendingar njóta í Slóveníu vegna þess að íslensk stjórnvöld stóðu í fylkingarbrjósti þegar landið leitaði eftir og fékk viðurkenningu á sjálfstæði árið 1991. Þá var rætt um reynslu beggja ríkja á sviði fjöldaferðamennsku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar