Fréttir | 09. mars 2019

Aldarafmæli kvenfélags

Forseti sækir hátíðarmálþing að Borg í Grímsnesi, í tilefni af aldarafmæli Kvenfélags Grímsneshrepps á þessu ári. Að loknum fyrirlestrum um mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða í samfélaginu flutti forseti ávarp. Að því loknu voru pallborðsumræður um efni dagsins, undir stjórn Ketils Bergs Magnússonar, formanns Almannaheilla. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24. apríl 1919 og lætur vel til sín taka í Grímsnes- og Grafningshreppi og nærsveitum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar