Fréttir | 09. mars 2019

Arkitektar

Forseti tekur á móti gestum á vegum Arkitektafélags Íslands. Hópurinn kynnti sér hús og híbýli á Bessastöðum, enda má þar lesa í merka byggingarsögu. Bessastaðastofa var reist árin 1761‒1766 og bygging Bessastaðakirkju hófst árið 1773. Í aðdraganda lýðveldisstofnunar 1944 var móttökusal bætt við Bessastaðastofu og bókhlöðu á sjöunda áratug síðustu aldar. Á árunum kringum síðustu aldamót stóðu svo yfir umfangsmiklar viðgerðir og endurbætur bygginganna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar