• Forseti dregur nöfn lestrarhesta út potti (mynd: Sigþrúður Gunnarsdóttir).
Fréttir | 20. mars 2019

Lestrarátak Ævars

Forseti sækir lestrarhátíð Ævars vísindamanns í Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík. Þau forseti og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nutu aðstoðar leikskóla- og grunnskólabarna við að draga úr potti nöfn fimm barna og eins foreldris sem tóku þátt í lestrarátaki Ævars. Söguhetjur í næstu ungmennabók hans munu bera nöfn þessara einstaklinga. Þúsundir barna um land allt lásu bækur af miklum móð og tóku þannig þátt í lestrarátakinu sem í vetur var haldið í síðasta sinn.

Sjá síðu Ævars á Facebook.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar