Fréttir | 07. apr. 2019

Forseti Fide

Forseti á fund með Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE) og fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, sem kominn er til Íslands í tilefni af Reykjavíkurskákmótinu. Á fundinum var rætt um hið öfluga alþjóðlega skákmót sem hefst á morgun, eflingu skáklistar í veröldinni, ekki síst á vettvangi grunnskóla, og hið sögufræga heimsmeistaraeinvígi sem haldið var í Reykjavík árið 1972. Þá var einnig rætt um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið var í Rússlandi í fyrra en Dvorkovich var formaður móttstjórnar. Fundinn sátu einnig Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar