Fréttir | 14. apr. 2019

Kakalaskáli

Forseti tekur á móti erlendu listafólki og íslenskum gestgjöfum þeirra. Síðustu þrjár vikur hefur verið unnið að listsköpun í Kakalaskála og munu gestir þar senn njóta afrakstrarins. Með í för voru hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir sem opnuðu Kakalaskála árið 2012. Þar er minnst manna og atburða Sturlungaaldar og í grenndinni er mikið útilistaverk, 1320 stórir steinar sem hefur verið raðað saman og tákna þeir þá sem börðust í Haugsnesbardaga, fyrir 773 árum og fimm dögum betur. Þá hafði Þórður Sighvatsson kakali Brand Kolbeinsson undir og aðra Ásbirninga. Bessastaðir koma með óbeinum hætti við þessa sögu; eftir víg Snorra Sturlusonar tók Þórður kakali staðinn til sín um skeið.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar