Fréttir | 23. apr. 2019

Erfðarannsóknir

Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðaráðstefnu um erfðarannsóknir, IHCC 2nd International Cohorts Summit. Viðburðinn sækir fólk frá 28 löndum og leiðarljósið er skýrt, að vinna sífellt betur saman á þessu sviði, deila gagnasöfnum og niðurstöðum rannsókna þannig að líkur á árangri aukist, að ný lyf og meðferðir við sjúkdómum finnist og verði öllum til hagsbóta. Hákon Hákonarson, læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, er meðal skipuleggjenda ráðstefnunnar. Í máli sínu vék forseti meðal annars að sögu Íslenskrar erfðagreiningar og þeim kostum sem Ísland og Íslendingar búa yfir á sviði erfðarannsókna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar