Fréttir | 24. apr. 2019

Special Olympics

Forsetahjón taka á móti keppendum Íslands og föruneyti þeirra á íþróttamótinu Special Olympics. Leikarnir voru háðir í síðasta mánuði í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Alls tóku um 7500 keppendur þátt í þeim, frá nær 200 löndum, og verður ekki haldinn fjölmennari íþróttaviðburður á árinu. Íslendingarnir á leikunum voru 38, stóðu sig vel og voru landi og þjóð til mikils sóma. Nánari upplýsingar um Íþróttasamband fatlaðra á Íslandi og Special Olympics má finna hér. Í stuttu ávarpi minnti forseti m.a. á hin fögru einkunnarorð Special Olympics hreyfingarinnar: „Ég stefni að sigri en nái ég ekki því marki skalt ég samt hafa gert mitt besta.“

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar