Fréttir | 30. apr. 2019

Útflutningsverðlaunin 2019

Forseti afhendir Útflutningsverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Í þetta sinn var það Marel sem hlaut verðlaunin en fyrirtækið hefur haslað sér völl á sviði tæknibúnaðar fyrir fiskvinnslu og aðra matvælaframleiðslu. Hjá Marel vinna um 6000 manns og er fyrirtækið með skrifstofur í 33 löndum. Við sama tækifæri hlaut Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari heiðursviðurkenningu fyrir verk sitt Maxímús Músíkús. Sögur um þessa ágætu tónlistarmús, sem hafa verið þýddar á nokkur tungumál, stuðla að því að opna heim sígildrar tónlistar fyrir börnum. Íslandsstofa er bakhjarl Útflutningsverðlaunanna og gerði Björgólfur Jóhannsson stjórnarformaður hennar grein fyrir verðlaunahöfum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar