Fréttir | 02. maí 2019

Heimsókn í Reykjanesbæ

Forsetahjón halda áfram heimsókn sinni í Reykjanesbæ. Í hádeginu skoðuðu þau Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ræddu við kennara og flutti forseti ávarp þar og svaraði spurningum nemenda ásamt forsetafrú. Næst lá leiðin í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gestirnir skoðuðu aðstöðu og húsnæði og ræddu við starfsmenn. Í Dósaseli kynntu forsetahjón sér starfsemina og ræddu við starfsmenn. Í kjölfarið lá leiðin í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þar sem þau hittu meðal annars Íslendinga af erlendum uppruna sem þar afla sér menntunar í íslensku og fleiri greinum. Í Reykjaneshöllinni heilsuðu forsetahjónin upp á krakka á fótboltaæfingu og í kjölfarið hittu þau stelpur og stráka á fimleikaæfingu. Loks var haldið í Hljómahöllina þar sem forsetahjónin skoðuðu Rokksafnið og heimsóttu svo Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar í húsinu og hlýddu á Bjöllukórinn sem Karen J. Sturlaugsson stjórnaði. Síðdegis hófst svo málstofa um atvinnumál og framtíðarhorfur í Reykjanesbæ.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar