Fréttir | 07. maí 2019

Sendiherra Albaníu

Forseti tekur á móti sendiherra Albaníu, Virgjil Kule, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um framtíðarhorfur í Albaníu og á Balkanskaga. Einnig var rætt um sögu Albaníu og mikilvægi hennar í samtímanum. Kule skráði sögu Skanderbegs, þjóðhetju Albana sem barðist við heri Ottómana á 15. öld, og tókst þar á við ýmsar goðsagnir um líf hans og afrek.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar