Fréttir | 08. maí 2019

Mæðrablómið

Forsetafrú Eliza Reid mætir í móttöku Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar vegna fjáröflunar sjóðsins, sem kölluð er Mæðrablómið, en þetta er annað árið sem hún leggur málefninu lið. Sjóðurinn var stofnaður árið 2012 og og hefur styrkt vel yfir 100 konur til náms. Meðal annarra gesta voru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 



Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar