Fréttir | 17. maí 2019

Fleiri viðburðir í Winnipegferð

Forsetahjónin eiga fundi í Háskóla Manitoba í Winnipeg, fyrst fund með rektor og fleiri yfirstjórnendum, þar sem rætt var um íslenskukennslu við skólann og ýmsa þætti í samstarfi Háskóla Íslands og Manitobaháskóla. Fundinn sátu einnig Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og embættismenn. Þá áttu forsetahjónin fund í deild íslenskra bóka við bókasafn Manitobaháskóla og ræddu þar við Peter Buchan, Janis Johnson og fulltrúa í stjórnarnefnd safndeildarinnar. Á fundinum var m.a. rætt um stöðu íslenskra fræða við skólann og safnið og stiklað á þáttum úr sögu þess og verkefnum. Eftir þessa fundi heimsóttu forsetahjónin Mannréttindasafnið í Winnipeg.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar