Fréttir | 27. maí 2019

Söguhringur kvenna

Forsetafrú Eliza Reid opnar uppskeruhátíðina „Söguhringur kvenna” sem er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi sem hófst árið 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum og segja frá reynsluheimi sínum í skapandi og öruggu umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samveru og rækta vináttubönd í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er líka kjörinn staður fyrir þær konur sem vilja ná betri tökum á íslensku.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar