Fréttir | 04. júní 2019

Kínverskur áhrifamaður

Forseti tekur á móti Quan You, félaga í miðstjórn Kommúnistaflokks Kína. You er auk þess framkvæmdastjóri deildarinnar „United Front Work“ sem starfar innan miðstjórnarinnar og hefur það markmið að efla tengsl flokksins við áhrifafólk og samtök utan hans, innan Kína og á alþjóðavettvangi. Á fundi með forseta var rætt um áform kínverskra stjórnvalda um aukin viðskipti og nýjar leiðir í þeim efnum. Einnig var rætt um mannréttindi og þróun mála í Kína undanfarin ár og áratugi. Þá lýsti You afstöðu kínverskra stjórnvalda í málefnum Tævans og tollastríðinu við Bandaríkin. Loks var bent á mikilvægi aukinna samskipta Íslands og Kína á sviði menningar og mennta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar