Fréttir | 12. júní 2019

Forseti Þýskalands á Íslandi

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, hefur heimsókn sína og konu sinnar til Íslands með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum. Við athöfnina voru meðal annars forsetahjón og ríkisstjórn Íslands, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og embættismenn af Íslands hálfu auk sendinefndar og annarra fulltrúa frá Þýskalandi. Þjóðsöngvar landanna voru leiknir á flötinni við Bessastaðastofu og gestirnir spjölluðu við íslensk börn af Álftanesi sem þarna voru saman komin. Í framhaldi áttu forsetarnir viðræðufund, fyrst einir og svo með sendinefndum, en þá tók við fundur með fulltrúum fjölmiðla. Meðal annarra atriða í dagskrá heimsóknarinnar var hádegisverður og fundur í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heimsókn í gallerí Ólafs Elíassonar í Marshall-húsinu, heimsókn í Alþingi þar sem forseti Þýskalands átti stuttan fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og opnun sýningar í Árbæjarsafni. Sú sýning er helguð konum sem fluttu til Íslands frá Þýskalandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar