Fréttir | 19. júní 2019

Hjúkrun í heila öld

Forseti flytur ávarp við opnun sögusýningar um aldarafmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagið var stofnað 19. nóvember 1919 og hét þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Við hæfi þótti að opna sýninguna í dag, kvenréttindadag Íslendinga. Að ávarpi loknu opnaði forseti sögusýninguna formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sigríður Eiríksdóttir, móðir Vigdísar, var um árabil formaður félagsins.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar