Fréttir | 25. júní 2019

Rafeyrir

Forseti á fund með fulltrúum Monerium, fjármálafyrirtækis sem íslenskir frumkvöðlar stofnuðu fyrir fjórum árum. Fyrr í sumar fékk það fyrst fyrirtækja í heiminum leyfi til útgáfu rafeyris á bálkakeðjur í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Á fundinum kynntu fulltrúar fyrirtækisins, Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells, starfsemi þess og áform, m.a. leiðir til að snarminnka rafmagnsnotkun í heimi rafeyris og rafmynta og mögulega þróun alþjóðlegs fjármálamarkaðar næstu árin.

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar