Fréttir | 01. júlí 2019

Ísland og Nepal

Forseti á fund með Brandi Bjarnasyni Karlssyni og Rahul Bharti frá Nepal. Brandur, sem er lamaður fyrir neðan háls, kom nýverið heim frá Nepal þar sem hann naut meðferðar og þjálfunar Bhartis og hans teymis. Á fundinum var meðal annars rætt um þjóðfélagsmál í Nepal, fátækt í landinu og leiðir til að veita aðstoð sem skilar mestum árangri. Einnig var rætt um Frumbjörg, frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar sem Brandur stofnaði fyrir þremur árum. Loks var farið yfir aðgengi fatlaðs fólks og næstu skref til úrbóta í þeim efnum á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar