Fréttir | 09. júlí 2019

Frá Lambahrauni til Mars

Forseti tekur á móti vísindamönnum og nemum við Háskólann í Reykjavík. Hópurinn stendur að rannsóknum vegna mögulegrar ferðar til Mars. Í Lambahrauni norðan Hlöðufells verður fjarstýrt Mars-ökutæki prófað, enda mun landslagi og jarðvegi á plánetunni jafnvel svipa til staðhátta á þeim slóðum. Kanadíska fyrirtækið Mission Control Space Services sér um rannsóknirnar í samvinnu við vísindamenn frá Texas A&M University, NASA Johnson Space Center, Purdue University, Harvard University, MIT og Stanford University, auk starfsliðs og nema við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar um verkefnið má m.a. finna hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar