Fréttir | 21. ágú. 2019

Fjöruhreinsun

Forseti týnir rusl í fjöru. Blái herinn og Marglytturnar stóðu að fjöruhreinsun í Mölvík við Grindavík. Fjöldi fólks kom á vettvang og lét hendur standa fram úr ermum. Forseti var með í för og ræddi við fréttamenn um átakið, plastmengun í höfum og leiðir til úrbóta. Fyrir fjórum árum hreinsaði Blái herinn rusl í Mölvík en ekki var um villast að aftur var orðið tímabært að hreinsa fjöruna þar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar