Fréttir | 30. ágú. 2019

Varautanríkisráðherra Rússlands

Forseti á fund með Vladímír Títov, fyrsta varautanríkisráðherra Rússneska sambandsríkisins. Rætt var um sameiginlega hagsmuni ríkjanna á norðurslóðum og formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Einnig var rætt um þá þræði sem lágu milli Íslands og Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Skipalestir bandamanna komu þá við hér á landi á leið með vopn og vistir til Múrmansk og Arkhangelsk sem komu að góðum notum í sókn Sovétmanna gegn herjum nasista á austurvígstöðvunum, þungamiðju átaka í Evrópu. Einnig var rætt um tímamót og minningarviðburði í tilefni þess að um þessar mundir eru 80 ár liðin frá undirritun griðasáttmála Þýskalands og Sovétríkjanna og upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar