Fréttir | 05. sep. 2019

Jafnréttismál

Forseti á fund með Jaha Dukureh, velgjörðasendiherra UN Women í Afríku. Í tilefni 30 ára afmælis UN Women á Íslandi verður síðar í dag hátíðarsýning í Hörpu í Reykjavík á heimildarmynd um baráttu Dukureh gegn þvinguðum barnahjónaböndum og limlestingum á kynfærum kvenna í Gambíu, heimalandi hennar, og víðar í heiminum. Á fundinum var rætt um þetta þjóðþrifamál og mikilvægi menntunar og upplýsingar í þeim efnum. Þá var rætt um framlag og forystu Íslands á sviði kynjajafnréttis og það verk sem enn er að vinna hér heima og erlendis, ekki síst undir merkjum HeForShe-hreyfingarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar