Fréttir | 05. sep. 2019

Lífsgæði

Forseti opnar formlega Lífsgæðasetur. Setrið er í Hafnarfirði, stórbyggingunni sem áður hýsti St. Jósefsspítala. Ýmis fyrirtæki og einyrkjar hafa komið sér fyrir í setrinu og bjóða þar upp á þjónustu á sviði lýðheilsu, hugarheillar, forvarna og annarra þátta sem lúta að því að efla lífsgæði fólks. Að opnunarathöfn lokinni, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Björn Pétursson bæjarminjavörður, tóku einnig til máls, gengu gestir um ganga og kynntu sér allt það öfluga starf sem nú er að finna í St. Jó eins og húsið hefur lengi verið kallað.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar