Fréttir | 16. sep. 2019

Heimsókn forseta Indlands

Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, kom í opinbera heimsókn til Íslands ásamt konu sinn, dóttur og öðru föruneyti dagana 10. og 11. september. Hópurinn kom til landsins að morgni mánudagsins 9. september en formleg dagskrá hófst með móttökuathöfn á Bessastöðum kl. 10 að morgni þriðjudagsins 10. september þar sem forseti Íslands, frú Eliza Reid, ríkisstjórn Íslands og embættismenn tóku á móti gestunum. Á Bessastöðum var einnig viðræðufundur forsetanna og viðræðufundur sendinefnda auk þess sem forsetarnir voru viðstaddir undirritun samnings og minnisblaða um aukið samstarf Íslands og Indlands.
Í hádeginu flutti forseti Indlands fyrirlestur um umhverfismál í hátíðarsal Háskóla Íslands en forsetafrúrnar heimsóttu tvö fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Lambhaga og MS. Síðdegis heimsóttu fulltrúar forseta Indlands, ráðherra og tveir þingmenn frá þjóðþinginu, höfuðstöðvar Marels í Hafnarfirði en um kvöldið sóttu gestirnir hátíðarkvöldverð á Bessastöðum.
Miðvikudaginn 12. september sóttu forseti Indlands og forseti Íslands viðskiptaþing ásamt fulltrúum viðskiptalífs beggja landanna í Hilton Nordica við Suðurlandsbraut en því næst var haldið til Þingvalla þar sem forsetahjónin bæði sátu hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Síðdegis héldu gestirnir svo af landi brott.

Myndasyrpa frá heimsókn forseta Indlands.

Ávarp forseta Íslands á fundi með fréttamönnum (á ensku).

Ávarp forseta Íslands í hátíðarkvöldverði á Bessastöðum, íslensk gerð; ræðan á ensku.

Ávarp forseta Íslands á viðskiptaþingi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar