Fréttir | 18. sep. 2019

Grænlensk börn

Forseti tekur á móti börnum frá Grænlandi. Hópurinn er hér á landi við sundnám og kynnist um leið íslensku samfélagi. Börnin eru á ellefta ári og koma frá bænum Tasiilaq auk minni þorpa á austurströnd Grænlands. Fyrir utan sundkennslu eru þau með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, stendur að ferð barnanna, með dyggum stuðningi úr ýmsum áttum, og má finna frekari upplýsingar um þetta þarfa framtak hér.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar